HÁTÍÐ VONAR

HÁTÍÐ VONAR

12. May 2013 Fréttir 0

Fyrir þau ykkar sem misstuð af námskeiðunum sem voru á Holtaveginum í apríl (hvort sem það var eitt eða fleiri skipti) getið þið mætt þessi kvöld í staðinn 🙂 Sjá einnig: www.hatidvonar.is

Námskeiðið ,,Kristið líf og vitnisburður” sem sérstaklega er ætlað unga fólkinu verður haldið í Herkastalanum, Kirkjustræti 2 nú í maí. Kennt verður þriðjudaginn 21. maí kl. 20-21:30(1.samvera), fimmtudaginn 23. maí (2.samvera), kl. 20-21:30 og laugardaginn 25. maí, kl. 13-14:30(3.samvera). Þetta námskeið er sniðið fyrir þá sem vilja taka þátt í undirbúningi fyrir HÁTÍÐ VONAR sem haldin verður í haust. Áherslan á námskeiðinu er að efla trúarlíf hvers og eins og hjálpa fólki að tala við aðra um trú sína. Námskeiðið er fyrir ungt fólk í kirkjum landsins og kostar ekkert!

Við hvetjum alla þá sem taka vilja þátt í hátíðinni að nýta sér þetta tækifæri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *