Um KSF

Kristilegt stúdentafélag (KSF) var stofnað 1936 og starfar innan Háskóla Íslands. KSF er aðili að IFES (International Fellowship of Evangelical Students) sem eru alþjóðleg samtök kristilegra stúdentfélaga. Markmið félagsins er að sameina trúaða stúdenta og aðra á aldrinum 19-30 ára til þess að styrkja og glæða trúarlíf þeirra og boða fagnaðarerindið um Jesú Krist.

KSF fundir eru haldnir annan hvern miðvikudag kl. 20:30 á Holtavegi 28. Fundir KSF byggjast upp á tónlist, bæn og fræðslu. Eftir fundi er gjarnan gert eitthvað skemmtilegt, farið á kaffihús, keyptur ís eða eitthvað annað skemmtilegt og uppbyggilegt.

Stúdentamót eru haldin einu sinni til tvisvar á ári. Þá er farið saman eina helgi út á land, t.d. í sumarbúðir KFUM og K í Ölveri eða Kaldárseli. Markmið Stúdentamóta er að gefa félagsmönnum og öðrum kost á að þroska og læra um trú sína í góðum félagsskap, stunda íþróttir, útivist og margt fleira. Á hverjum degi eru samverur sem einkennast af sálmasöng, bæn og lofgjörð. Þangað koma ræðumenn og flytja Guðs orð og fræða um kristileg málefni. Góður matur og samvera í frábærum félagsskap gera þessi mót ógleymanleg.

Ýmislegt annað er í boði á vegum félagsins sem auglýst er jafnóðum á Facebook.

Hópur KSF á Facebook.

Lög Kristilegs stúdentafélags.

Stjórn Kristilegs stúdentafélags

Stuðningur við starfið.