Kristilegt stúdentafélag

Komdu með á Stúdentamót!

Fundir félagsins

Á hefðbundnum fund kemur ræðumaður og heldur erindi tengt trúnni. Einnig er mikið sungið og áður en ræðumaður stígur upp í pontu er stutt lofgjörðarstund.  Stúdentar og aðrir, 19 – 30 ára, eru velkomnir.

Eftir hvern fund gefst tími til að setjast niður og spjalla, oft er líka gripið í spil. Stundum er skipulögð dagskrá eftir fundinn og þá er t.d. farið í bandý, keppt í spurningakeppni o.fl. spennandi.

Hvar?

Kristinboðssalurinn
Háaleitsbraut 58 – 60, þriðja hæð

Hvenær?

Annað hvert fimmtudagskvöld,
Kl. 20:00

Biblíuleshópar

Verður kynnt síðar. Áhugasamir geta sett sig í samband við stjórn.

Nánar

Bænastundir

KSF heldur bænastundir í kapellu Háskóla Íslands
á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:00.

Nánar

Stúdentamót 

Helgina 8. – 10. febrúar verður stúdentamót KSF haldið í Ölver, sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi.

Skráning