Dagskrá KSF framundan =)

Dagskrá KSF framundan =)

16. April 2015 Fréttir 0

Það sem er á döfinni í KSF næstu daga og vikur er:

– Í kvöld (16. apríl) verður KSF fundur á sínum stað kl. 22.15 í Dómkirkjunni og er það seinasti fundur fráfarandi stjórnar. sr. Sveinn Alfreðsson æskulýðsprestur talar ásamt tónlistin, skemmtiatriði ofl. verður á sínum stað. Eftir fund verður farið í keilu eða chill og spil.
– Aðalfundur KSF er haldinn laugardaginn 18. apríl kl. 16.00 á Holtavegi 28. Það verður farið yfir árið og kosið í nýja stjórn. Allir áhugasamir KSF-ingar og sömuleiðis
– Íþróttastarf KSF í Íþróttasal Háskóla Íslands á mánudögum er því miður lokið þessa önnina en hver veit nema að við skipuleggjum eitthvað húllumhæ í framtíðinni. Það verður auglýst nánar.
– Fimmtudagurinn 23. apríl verður svo fyrsti fundur nýrrar stjórnar þar sem hún tekur formlega við. Spennandi hvað verður á döfinni þá.

Takk kærlega fyrir árið kæru KSF-ingar, Guð blessi ykkur og blessi framtíð KSF.

kv. fráfarandi stjórn kristilega stúdentafélagsins, KSF 2014-2015.