Kæru KSF-ingar!
Fyrir hönd kjörnefndar KSF þá vil ég Rakel Brynjólfsdóttir vekja athygli á því að það eru tímamót handan við hornið! Þann 7.apríl nk verður aðalfundur KSF að Holtavegi 28 sem þýðir að þið fáið GULLIÐ tækifæri til þess að bjóða fram starfskrafta ykkar fyrir félagið.
Við erum að leita eftir öflugu, hugmyndaríku, skapandi, hvetjandi, hressu, skemmtilegu, drífandi OG ábyrgu fólki sem er tilbúið til að leiða KSF næsta árið. Þetta er krefjandi starf en virkilega gefandi og skemmtilegt.
Ég hef heyrt af nokkrum frambærilegum sem hafa áhuga – endilega allir að hugsa málið. Áhugasamir einstaklingar mega endilega hafa samband við mig Rakel Brynjólfsdóttur í síma 661 0760 eða með að senda mér skilaboð á facebook.