Eþíópskur matur

Eþíópskur matur

28. September 2013 Fréttir 0

552742_725328567484293_1844481447_nNæsta fimmtudag verður ekki hefðbundinn KSF-fundur. Við ætlum að hittast heima hjá Gísla (Þórsgötu 4, 101 Reykjavík) og borða saman eþíópskan mat. Við vorum með svona kvöldverð síðasta vor og tókst það mjög vel. Maturinn var alveg frábær og allir mjög sáttir.

Í boði verður injera og wott, kjöt alitcha og grænmetis alitcha. Maturinn verður s.s. bæði sterkur og mildur svo allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.

Það er hún Tsige sem sér um að elda matinn fyrir okkur. Hún er sjálf frá Eþíópíu og býr til einn besta wott á Íslandi.

Við munum hittast hjá Gísla kl. 19 og stuttu síðar munum við byrja að borða.

Skráning í matinn er hafin og þarf að senda Gísla (Gísli Guðlaugsson) póst á Facebook eða hafa samband við hann í síma 616 7527. Mikilvægt er að senda honum skilaboð svo eldaður verði matur handa réttum fjölda fólks.

Maturinn mun kosta 3000 kr. á mann.

Skráningarfrestur er til miðnættis 1. október

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *