KSF á nýju ári! :)

KSF á nýju ári! :)

14. January 2011 Fréttir 0

Elskulegu stúdentar og aðrir góðir!

Það var æðislegt að sjá ykkur aftur síðasta þriðjudag – fersk og endurnærð eftir jólafríið. Næsti fundur verður að sjálfsögðu á sínum stað – eða næstum því. Málið er að við höfum flýtt fundunum um 30 mínútur, þ.e. þeir byrja kl. 20:00, en ekki 20:30. Hann verður eins og fyrri daginn haldinn í Kristniboðsslanum – Háaleitisbraut 58-60. Þar mun góðvinur okkar allra Jón Ómar Gunnarsson flytja hugleiðingu sem og við munum lofa Guð með söng, bæn og samfélagi. Endilega gleðjist með okkur næsta þriðjudag!

Eftir fundinn verðir svo haldinn opinn stjórnarfundur – en við höldum hann í þeim tilgangi að leyfa félagsmönnum að koma með nýjar hugmyndir fyrir starfið í vetur, spurningar, álit eða boð um að leggja hönd á plóg! Léttar veitingar verða einnig á staðnum – sem gæti lokkað að sælkerana 😉 Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

English version: KSF meeting will be next Tuesday at 20:00,  ( NOT 20:30 as usually, from now on every meeting will start at 20:00 😉 ). We’ll meet in Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58-60 as usually.  Jón Ómar Gunnarsson is going to preach – and after the meeting there will be an open board meeting. On that meeting everyone can have a chance to bring new ideas in to KSF, or to talk about something specific! Looking forward to see you all! 🙂

– Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir. – Rómverjabréfið 1:16 – 
For I am not ashamed of the gospel, because it is the power of God that brings salvation to everyone who believs. – Romans
1:16. –

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *