Framhaldsaðalfundur KSF
Á aðalfundi KSF sem haldinn var þann 14. apríl sl. var skipuð þriggja manna starfsnefnd sem hefur það hlutverk að skilgreina starf félagsins og fá fólk til liðs við félagið næsta mánuðinn. Ekki reyndist unnt að kjósa stjórn og var fundi því frestað og framhaldsaðalfundur boðaður þann 12. maí nk. Á þeim fundi er stefnt að því að kjósa stjórn og ræða betur starf félagsins í nánustu framtíð.
Ekki láta þig vanta 🙂