Aðalfundur KSF

Aðalfundur KSF

11. April 2010 Fréttir 0

Nú líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl nk á Holtavegi 28 og hefst kl. 18:30.
Félagið hefur í vetur verið í nokkurri lægð, mæting á fundi hefur dalað og þátttaka í starfi félagsins sömuleiðis. Því er ljóst að á aðalfundinum á miðvikudaginn verða teknar mikilvægar ákvarðanir um framtíð félagsins. Kristilegt stúdentafélag getur ekki staðið undir nafni með þeim hætti sem verið hefur í vetur.
Því er sérlega mikilvægt að þeir sem vilja vera í félaginu, taka þátt í starfi þess og bera hag félagsins fyrir brjósti mæti á þennan tímamóta aðalfund. Á fundinum verður meðal annars kannað hverjir hafa áhuga á að leggja fram krafta sína félaginu til framdráttar og í kjölfarið teknar ákvarðanir um framhaldið.

Vilt þú hafa eitthvað um málið að segja? Hefur þú áhuga á að koma að starfi félagins? Láttu þá sjá þig 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *