Aðstoðum Haítí – Viltu leggja lið?

Aðstoðum Haítí – Viltu leggja lið?

19. January 2010 Fréttir 0
Hjálpum Haítí

Hjálpum Haítí

Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði, stendur að söfnun matvæla og hjálpargagna fyrir fórnarlömb hamfaranna á Haítí. Söfnunin mun fara fram í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 dagana 20. – 23. janúar frá klukkan 12 – 18. Okkur vantar sjálfboðaliða til þess að aðstoða við móttöku matvæla og hjálpargagna. Hvort sem að þú getur  staðið vaktina klukkutíma eða meira þá er þín þörf!

Í kvöld (þriðjudagurinn 19. jan) verður undirbúningsfundur kl. 21 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28.
Áhugasamir sem ekki komast á fundinn geta haft samband við mig Jón Ómar (jonomar(hjá)kfum.is) eða Lárus Pál í síma 8664930.
Það er mikil neyð á Haítí. Hundruð þúsunda manna eru heimilislausir, hungraðir og særðir eftir jarðskjálftann og hörmungin er rétt að byrja. Á næstu vikum og mánuðum munu þúsundir deyja af völdum áverka, sýkinga, hungurs og þorsta. Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum. Markmið okkar, sem getum ekki lengur horft aðgerðarlaus á skelfinguna, er að fylla skip af vatni, matvælum og hjúkrunarvörum ásamt læknum og hjúkrunarfræðingum og sigla af stað. Þetta er erfitt verkefni og enginn er almáttugur en saman getum við gert kraftaverk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *