KSF tekur stakkaskiptum

KSF tekur stakkaskiptum

5. September 2009 Fréttir 0
Nú í vetur verða gerðar róttækar breytingar á starfsemi KSF. Síðustu vetrar hafa verið erfiðir fyrir okkar ágæta félag og mæting hefur ekki verið mikil á KSF fundi. Meðal félagsmeðlima, sem og velunnara félagsins hefur mikið verið rætt um hvernig megi breyta félaginu til batnaðar og hefur stjórn KSF í samráði við æskulýðsprest, stjórn KSH og aðra velunnara félagsins komist að niðurstöðu um breytingu sem við teljum að geti styrkt og bætt félagið okkar til muna.
Í stað vikulegra KSF funda á laugardagskvöldum verða fundir haldnir þriðja hvert miðvikudagskvöld. Fundirnir verða með svipuðu sniði og KSF fundir undanfarinna ára þar sem lagt er upp með innlegg frá ræðumanni sem fjallar um eitthvað efni tengt kristinni trú. Félagið mun síðan byggjast upp á litlum biblíuleshópum (4-9 í hóp) sem hittast fyrir utan KSF fundi og þar er ætlunin að rætt sé um innleggið sem átti sér stað og það ígrundað. Form biblíuleshópanna er frjálst og mjög sveigjanlegt og því mikilvægt að það sé haft á þann hátt að hver og einn hópur byggi form sitt upp þannig að öllum innan hópsins líði vel. Stjórn KSF mun fylgjast með því hve oft hóparnir hittast og hverjir eru skráðir í hópinn (og þannig einnig í KSF). Mælst er til þess að hver hópur hittist a.m.k. einu sinni milli KSF funda.
Þrátt fyrir þessa breytingu er gert ráð fyrir áframhaldandi tengingu við systurfélag okkar, KSS. Áfram verða haldnir sameiginlegir fundir, s.s. galafundir og árshátíð og von okkar er sú að KSS-ingar haldi áfram að bjóða okkur að vera með í svokölluðum “gerum”, eins og fótboltamóti og hæfileikasýningu.
Miðvikudaginn 9. september kl 20:00 verður haldinn sérstakur kynningarfundur á Holtavegi 28 þar sem hið nýja form verður kynnt betur fyrir áhugasama. Þar verður breytingin kynnt og tækifæri fyrir áhugasama til að fræðast betur um hið nýja fyrirkomulag. Stjórn KSF vonast til að sjá sem flesta á þessum fundi þar sem allar athugasemdir og spurningar eru vel þegnar. Það er okkar von að þetta muni efla starf KSF til muna. Ef þú sem lest þetta hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þetta fyrirkomulag þá hvetjum við þig til þess að senda póst á tölvupóstfang okkar ksf (hjá) ksf.is.
Við hvetjum þig til þess að mæta á þennan kynningarfund. Miðvikudaginn 9. september kl 20:00 í kjallaranum á Holtavegi 28.
Með góðri kveðju.
Stjórn KSF.

Nú í vetur verða gerðar róttækar breytingar á starfsemi KSF. Síðustu vetur hafa verið erfiðir fyrir okkar ágæta félag og mæting hefur ekki verið mikil á KSF fundi. Meðal félagsmeðlima, sem og velunnara félagsins hefur mikið verið rætt um hvernig megi breyta félaginu til batnaðar og hefur stjórn KSF í samráði við æskulýðsprest, stjórn KSH og aðra velunnara félagsins komist að niðurstöðu um breytingu sem við teljum að geti styrkt og bætt félagið okkar til muna.

Í stað vikulegra KSF funda á laugardagskvöldum verða fundir haldnir þriðja hvert miðvikudagskvöld. Fundirnir verða með svipuðu sniði og KSF fundir undanfarinna ára þar sem lagt er upp með innlegg frá ræðumanni sem fjallar um eitthvað efni tengt kristinni trú. Félagið mun síðan byggjast upp á litlum biblíuleshópum (4-9 í hóp) sem hittast fyrir utan KSF fundi og þar er ætlunin að rætt sé um innleggið sem átti sér stað og það ígrundað. Form biblíuleshópanna er frjálst og mjög sveigjanlegt og því mikilvægt að það sé haft á þann hátt að hver og einn hópur byggi form sitt upp þannig að öllum innan hópsins líði vel. Stjórn KSF mun fylgjast með því hve oft hóparnir hittast og hverjir eru skráðir í hópinn (og þannig einnig í KSF). Mælst er til þess að hver hópur hittist a.m.k. einu sinni milli KSF funda.

Þrátt fyrir þessa breytingu er gert ráð fyrir áframhaldandi tengingu við systurfélag okkar, KSS. Áfram verða haldnir sameiginlegir fundir, s.s. galafundir og árshátíð og von okkar er sú að KSS-ingar haldi áfram að bjóða okkur að vera með í svokölluðum “gerum”, eins og fótboltamóti og hæfileikasýningu.

Miðvikudaginn 9. september kl 20:00 verður haldinn sérstakur kynningarfundur á Holtavegi 28 þar sem hið nýja form verður kynnt betur fyrir áhugasama. Þar verður breytingin kynnt og tækifæri fyrir áhugasama til að fræðast betur um hið nýja fyrirkomulag. Stjórn KSF vonast til að sjá sem flesta á þessum fundi þar sem allar athugasemdir og spurningar eru vel þegnar. Það er okkar von að þetta muni efla starf KSF til muna. Ef þú sem lest þetta hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þetta fyrirkomulag þá hvetjum við þig til þess að senda póst á tölvupóstfang okkar ksf (hjá) ksf.is.

Við hvetjum þig til þess að mæta á þennan kynningarfund. Miðvikudaginn 9. september kl 20:00 í kjallaranum á Holtavegi 28.

Með góðri kveðju.

Stjórn KSF.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *