Heiðmerkurfundur KSF
Laugardaginn 30. maí verður árlegur Heiðmerkur fundur KSF. KSS ætlar að koma í heimsókn og njóta útiverunnar með okkur. Jón Ómar verður ræðumaður og gefur okkur góð orð til að leiða okkur inn í sumarið.
Þeir allra hörðustu ætla að mæta kl. 19:00 og grilla saman (fólk þarf þá sjálft að koma með mat). Að grilli loknu má búast við almennum fíflagangi og leikjum þar til fundurinn hefst kl. 20:30. Svo er aldrei að vita hvað gerist að honum loknum…
Til þess að komast á staðinn er ekið framhjá Vífilsstöðum í áttina að Heiðmörkinni. Beygt er til vinstri við Maríuhella og ekið um 1,5 km inn í Heiðmörk. Á vinstri hönd má þá sjá yfirbyggð grill og þar verðum við staðsett.
See yah 🙂