Hvað er KSF?

Hvað er KSF?

25. September 2008 Uncategorized 0

KSF stendur fyrir Kristilegt stúdentafélag og félag fyrir stúdenta og aðra á aldrinum 20-30 ára. Markmið félagsins er að sameina, styrkja og glæða trúarlíf þeirra og boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Félagið var stofnað árið 1936 og starfa innan Þjóðkirkjunnar. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga á að kynna sér kristna trú og kynnast öðrum stúdentum. Fundir félagsins eru sambland af tónlist, fræðslu, lofgjörð og skemmtun. Því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

KSF fundir eru haldnir á laugardagskvöldum kl. 20:30. Fundir eru að öllu jöfnu haldnir í Langholtskirkju, Sólheimum 13. Af og til höldum við heimafundi og er staðsetning þeirra auglýst á vefnum og í gegnum SMS.

Einu sinni á ári, ýmist í janúar eða febrúar, er haldið Stúdentamót. Þá er farið úr bænum heina helgi og KSF-ingar eiga þar frábæran tíma saman.

Laugardaginn 27. september er kynningarfundur KSF. Á fundinn eru allir velkomnir eins og venjulega, og þeir sérstaklega hvattir til að mæta sem ekki hafa komið áður. Það er vel þess virði að kíkja á KSF fund á laugardaginn, sjá um hvað málið snýst og kynnast nýju fólki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *