Aðalfundur nálgast eins og óð fluga
Já í þessum rituðu orðum eru aðeins rúmar fjórar klukkustundir í aðafund KSF. Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf. Þau eru auðvitað misskemmtileg en þar sem aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins eru félagsmenn hvattir til þess að mæta og fá þannig tækifæri til þess að hafa áhrif á starf og stefnu félagsins.
Fundurinn hefst kl. 20:30 á Holtavegi 28.
Eftir fundinn verður spilað fram á rauða nótt og veitingar í boði félagsins.