Árshátíð

Árshátíð

15. February 2007 Fréttir Viðburðir 0

Elsku sætu KSF-ingar nær og fjær!
Senn líður að því að 3.mars líti dagsins ljós, og hvað þýðir
það……..ÁRSHÁTÍÐ!
Jújú, hin stórmagnaða árshátíð KSS/F 2007 verður haldin þann 3. mars
næstkomandi. Hún verður haldin í Grensáskirkju og húsið opnar klukkan 18:17.
Þemað er eins og áður hefur komið fram 15.öld en það þýðir samt ekki að
allir þurfi að mæta í klæðnaði frá þeim tíma (þar sem það getur verið mjög
erfitt að koma höndum yfir þannig) en öllum er það þó mjög velkomið og hver
veit nema flottasta 15 aldar dressið verði valið. Einnig getið þið sótt
innblástur ykkar í þennan tíma á einn eða annan hátt 🙂
Miðinn á árshátíðina kostar litlar 2700 krónur sé greitt fyrir 24.02.07 en
3000 krónur sé greitt eftir þann dag. Miða er hægt að nálgast á KSF fundi
24.feb (síðasti séns til að fá hann á kjarakaupunum)og í gegnum netið (sjá
neðst)*. Einnig (fyrir þá sem eru mjög óþolinmóðir að fá miðann í hendurnar)
er hægt að kíkja við inná Holtavegi næsta laugardag og kaupa miða hjá honum
Gísla “sæta” Davíð sem mun sitja þar og selja.
Trúið mér krakkar mínir, þið viljið ekki láta þessa árshátíð framhjá ykkur
fara…….hún verður MÖGNUÐ!
Meðal þess sem fram mun fara:
Glæsileg þriggja rétta máltíð elduð af sælkerakokkinum Sigurjóni Ívarssyni
Skemmtiatriði frá stjórnum félaganna
Annáll frá góðu fólki innan félaganna
Tómas Davíð Ibsen mun syngja fyrir okkur nokkur vel valin lög
Auk óvæntra atburða
…………besta árshátíð ever….á besta verði ever……pantaðu þér miða
NÚNA strax….og láttu alla vini þína gera það líka!! 🙂

*Netkaup á miða: Óskir þú þess að festa kaup á miða í gegnum internetið er
það mjög auðvelt mál. Það sem þú þarft að gera er að senda e-mail á
netfangið tinna_kss@hotmail.com þar sem þú lætur þessa ósk þína í ljós og
svo millifæriru pening á reikning KSS (ath, EKKI KSF) og setur “árshátíð”
sem skýringu. Mikilvægt að þið þið hakið í reitinn að senda mail með
tilkynningu um innborgun og senda það á áðurnefnt mail
(tinna_kss@hotmail.com)
Reikningsnúmer KSS: 0101-26-073756
Kennitala KSS: 541277-0569

Árshátíðarnefnd

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *