Category: Viðburðir

Kaffihús og notalegheit

Í kvöld ætlum við að endurtaka kaffihúsafund KSF, sökum fjölmargra áskorana. Við hittumst á Kaffi París kl. 20 og gæðum okkur á lífsins gæðum, ræðum um hvað má gera í efnahagsmálum þjóðarinnar (glætan 🙂 ) og höfum það einstaklega skemmtilegt. Ef áhugi er fyrir hendi kíkjum við í Dómkirkjuna kl. 21 þar sem bænastund er…
Read more


26. July 2007 0

Sundferð

Næsta fimmtudag verður sumarfundur KSF og að þessu sinni ætlum við í sund. Mæting í andyri Laugardalslaugarinnar kl. 20:00, sjáumst hress.


4. July 2007 0

KSF fer á kaffihús

Á morgun fimmtudaginn 21. júni verður sumarfundur. Að þessu sinni ætlum við að kitla kaffilaukana og hittast á Kaffi París við Austurvöll kl 20:00. Þegar líkaminn hefur verið nærður með dýrindis kaffi, heitu súkkulaði eða einhverju öðru sem fólk kýs verður sálin nærð á helgistund í Dómkirkjunni. Hlökkum til að sjá sem flesta.


20. June 2007 0

Fyrsti sumarfundur

Þá er komið að fyrsta sumarfundi KSF árið 2007. Þessi stórviðburður mun fara fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hefst fjörið kl. 20:00. Búið verður að panta brautir svo allir mæta stundvíslega. Slegið verður upp allsherjar keilumóti og aldrei að vita nema að verðlaun verði í boði (fremur ólíklegt þó!) Eftir keiluna munum við svo…
Read more


5. June 2007 2

Kynning á Prag 2008

Næsti KSF fundur mun fara fram laugardagskvöldið 26.maí klukkan 20:30 á HOLTAVEGI 28. Þetta mun vera síðasti vetrarfundur þessa ágæta vetrar og verður hann tileinkaður Prag 2008. Undirbúningshópur Prag ferðarinnar mun koma og segja okkur frá ferðinni og við hvetjum alla sem minnsta áhuga hafa á að skella sér (sem og aðra) til að fjölmenna…
Read more


23. May 2007 0