Kynning á Prag 2008

Kynning á Prag 2008

23. May 2007 Fréttir Viðburðir 0

Næsti KSF fundur mun fara fram laugardagskvöldið 26.maí klukkan 20:30 á HOLTAVEGI 28. Þetta mun vera síðasti vetrarfundur þessa ágæta vetrar og verður hann tileinkaður Prag 2008. Undirbúningshópur Prag ferðarinnar mun koma og segja okkur frá ferðinni og við hvetjum alla sem minnsta áhuga hafa á að skella sér (sem og aðra) til að fjölmenna á fundinn.
Sumardagskráin verður svo kynnt nánar hér og á fundinum, svo fylgist vel með.
Góðar stundir og til hamingju með próflok (þið sem það á við um!) 🙂

Að auki er vert að taka fram að eftir fundinn ætlum við að halda ekta KSF partý. Nánari upplýsingar á fundinum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *