Fundir félagsins

Kristilegt stúdentafélag heldur fundi sína annað hvert fimmtudagskvöld kl. 20:00. Fundirnir er haldnir í sal Sambands Íslenskra Kristinboðsfélaga á þriðju hæð á Háaleitisbraut 58-60.

Á hefðbundnum fund kemur ræðumaður og heldur erindi tengt trúnni. Einnig er mikið sungið og áður en ræðumaður stígur upp í pontu er stutt lofgjörðarstund. 

Eftir hvern fund gefst tími til að setjast niður og spjalla, oft er líka gripið í spil. Stundum er skipulögð dagskrá eftir fundinn og þá er t.d. farið í bandý, keppt í spurningakeppni o.fl. spennandi.

Fundir vetrarins eru eftir farandi:

Dagsetning Ræðumaður Nánari upplýsingar
30. ágúst Sr. Sveinn Alfreðsson Facebook viðburður
13. september Helga Vilborg Facebook viðburður
27. september Jörgen Storvoll Facebook viðburður
11. október Sr. Guðmundur Karl Brynjólfsson Facebook viðburður
25. október    
8. nóvember    
22. nóvember    
6. desember