Kaffihús og notalegheit
Í kvöld ætlum við að endurtaka kaffihúsafund KSF, sökum fjölmargra áskorana. Við hittumst á Kaffi París kl. 20 og gæðum okkur á lífsins gæðum, ræðum um hvað má gera í efnahagsmálum þjóðarinnar (glætan 🙂 ) og höfum það einstaklega skemmtilegt. Ef áhugi er fyrir hendi kíkjum við í Dómkirkjuna kl. 21 þar sem bænastund er í kvöldkirkjunni og svo er aldrei að vita nema við röltum um bæinn eitthvað á eftir. Þó er ekki hægt að lofa leiðsögn um miðborgina sökum vanþekkingar stjórnarlima.
Sjáumst hress í kvöld 🙂