Skólaprestur vígður

Skólaprestur vígður

26. September 2016 Fréttir 0

p1000409Í gær, sunnudaginn 25. september, var Ólafur Jón Magnússon vígður til prestsþjónustu fyrir Kristilega skólahreyfingu (KSH) en KSH er samstarfsvettvangur KSS og KSF. Óli Jón verður skólaprestur fyrir bæði félögin og geta KSF-ingar leitað til hans um alla hefðbundna prestsþjónustu. Auk þess býður Óli Jón upp á einkaviðtöl, sálgæslu og fyrirbæn. Sem skólaprestur veitir hann stjórn KSF aðstoð við daglegan rekstur félagsins og er þeim innan handar í flestum verkefnum. Hægt er að fá einkaviðtal með því að hringja í Óla Jón í s. 616 6152 eða senda honum póst á olafur.jon@ksh.is.