Vatn dýrmætasta efni í heimi
Af 7 milljörðum jarðarbúa býr 1.1 milljarður við vatnsskort og hefur ekki aðgang að hreinu vatni.
1.8 milljón barna deyja á hverju ári úr niðurgangi vegna óhreins vatns eða 4.900 dauðsföll á dag.
Milljónir kvenna nota allt upp í 4 tíma á dag í að sækja vatn.
Næstum 50% fólks í þróunarlöndum hefur heilsuvandamál á einn eða annan hátt vegna skorts á vatni og hreinlætisaðstöðu og óhreins vatns.
2.6 milljarðar jarðarbúa búa við ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu sem m.a. er afleiðing af vatnsskort.
Við í KSF- Kristilegu stúdentafélagi stöndum fyrir viðburði á Háskólatogri í dag, miðvikudag, þar sem við viljum vekja athygli á mikilvægi þess að fólk hafi aðgang að hreinu vatni. Komdu á Háskólatorg of fáðu þér hreint vatn að drekka.