Fyrsti fundur vetrarins, NOSA ferð & næsti fundur:)
Heilir og sælir KSF’ingar 🙂
Langaði rétt að segja ykkur frá því sem hefur verið að gerast þetta hjá félaginu þessa fallegu haustdaga.
Fyrst má nefna að stjórn KSS & KSF skellti sér á NOSA mót (kristilegt stúdentamót meðal norðurlanda þjóða) sem haldið var í Gautaborg. Ferðin var mjög vel heppnuð, og trúum við að við höfum fyllst innblæstri af mótinu. Ræðumaðurinn Femi Adeley frá Nígeríu var fullur af reynslusögum og vitnisburðum. Þetta var einnig mjög góð leið til að hefja starfið okkar að nýju – svona nokkurs konar “kick off” sem hrissti stjórnirnar vel saman! (Ekki skemmdi svo fyrir að við vorum staðsett við hliðina á einu stærsta molli Norðurlandanna 😉 ).
Að öðrum fréttum, GLEÐIfréttum!
Fyrsti KSF fundurinn var haldinn í gær í kósý glersalnum í Bústaðakirkju. Heilir 23 einstaklingar mættu á fundinn, sem við vorum alveg ótrúlega ánægð með – greinilegt bænasvar hér á ferð!
Endilega mætum aftur og eigum saman innilegt og gott samfélag saman með Guði og okkur unga fólkinu. Það var alveg frábært að vera með ykkur í gær, Sr. Guðni Már -ræðumaðurinn – klikkar náttúrulega aldrei!
Hittumst heil eftir viku: þriðjudag kl. 20:30, á sama stað.- þar sem Sr. Jón Ómar æskulýðsprestur og fararstjóri með meiru mun rabba við okkur. Lofgjörðin verður á sínum stað og síðan er búið að lofa góðu skemmtiatriði 😉
English version: Joy joy joy! Our first meeting went very well – 23 people showed up and we had a good time! We want to welcome you to join us next tuesday in Bústaðakirkja, at 20:30. Jón Ómar, our youthpriest will talk to us and we promise you a good time!
– Og þess bið ég að elska ykkar aukist enn þá meir að þekkingu og dómgreind svo að þið getið metið þá hluti rétt sem máli skipta og verðið hrein og ámælislaus til dags Krists, auðug að þeim réttlætisávexti sem Jesús Kristur kemur til leiðar Guði til lofs og dýrðar. – Fil. 1. 9-11