Ertu fordómafull(ur)? KSS kemur í heimsókn
Næsta laugardag, þann 17.janúar, ætlum við í KSF að bjóða KSS-ingunum í heimsókn til okkar. Fundurinn verður haldinn í stóra safnaðarsalnum í Langholtskirkju og byrjar venju samkvæmt kl. 20:30. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, ætlar að koma og ræða við okkur um fordóma. Við bjóðum KSS-ingum upp á ekta KSF-fund og hlökkum til að fá þau í heimsókn.