Aðalfundur KSF 2017

Aðalfundur KSF 2017

22. March 2017 Fréttir 0

Kæru félagsmenn.
Stjórn KSF boðar til aðalfundar kl.14.30 laugardaginn 22.apríl 2017. Vinsamlegast fjölmennið á fundinn.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Upphafsorð og bæn
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Samþykkt lista yfir skráða félagsmenn
4. Árskýrsla KSF stjórnarárið 2016 – 2017
5. Ársreikningur KSF fyrir árið 2016
6. Reikningar lagðir fram til samþykktar
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Lagabreytingar
9. Stjórnarkjör
10. Ákvörðun árgjalds
11. Önnur mál og umræður
12. Fundi slitið með bænastund

ATH:
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem hafa verið skráðir félagsmenn frá áramótunum áður en aðalfundur fer fram, og sem uppfylla skilyrði 4.gr. a) laga KSF.

Kjörnefnd tekur á móti uppástungum félagsmanna um menn á kjörlista. Kjörnefnd er skylt að bjóða þeim félagsmönnum sæti á kjörlista sem 3 félagsmenn mæla með.

Lagabreytingartillögur skulu afhentar stjórn félagsins, eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund, og kynntar á félagsfundi a.m.k. viku fyrir aðalfund. Þær skulu studdar af a.m.k. 3 félagsmönnum.

Lög félagsins má finna hér: http://www.ksf.is/ksf/log/