Kaffihúsafundur KSS&KSF

Kaffihúsafundur KSS&KSF

6. April 2016 Fréttir 0

..::ENGLISH BELOW::..

Blásið verður til kósý Kaffihúsafundar þann 7. apríl á Háaleitisbrautinni þar sem KSS & KSF ætla að eiga notalega stund saman. Ingunn Huld – Singer/songwriter ætlar að gleðja okkur með nærveru sinni og spila/syngja frumsamin lög af nýútgefnum diski sínum.
Einnig munu félagsmenn stíga á stokk og skemmta lýðnum eitthvað fram eftir kvöldi meðan gestir njóta vöfflukaffisins, auk þess sem kynnar kvöldsins eru þau Ásta Guðrún & Pétur gleðipinnar.

Kaffihúsakvöld væri nú varla alvöru dæmi nema gott kaffi (kakó fyrir þá sem eru á þeim buxunum) sé við hönd og heyrst hefur að um slíkt sé að ræða, örvæntið ekki!
Það kostar ekkert á fögnuð sem þennan en frjáls framlög eru vel þegin til styrktar góðu félaganna okkar. Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða vinum með sér og viljum við hvetja til þess.

Fundurinn er haldinn Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.
Gott aðgengi er fyrir alla og lyfta í húsinu.
Ef þú ert á aldrinum 15-30 ára hvetjum við þig til að líta við.
Við hlökkum til að sjá þig!
___________________________________

The 7th of april KSF (Christian student society) will host a coffeehouse meeting with our brother society, KSS. Lovely Ingunn Huld – Singer/songwriter will join us and sing/play her beautiful music. Among that we will have some art, music and joke act from KSS&KSF members during the evening, so feel free to bring a friend to enjoy this time with us! Our hosts wil be hilarious Ásta Guðrún & Pétur.

The entarence is free and we will offer some waffles and coffee (hot chocolate) that everybody can enjoy.
The meetings are held in Háaleitisbraut 58-60, 3rd floor (entrance under the house numbers). The building has an elevator. Everyone at the age of 15-30 is welcome.
Looking forward to see you!