Stúdentamót KSF

Stúdentamót KSF

6. January 2014 Fréttir 0

203513_153487614809507_348107987_nLangþráð bið er á enda, stúdentamót KSF verður haldið helgina 24. -26. janúar í Ölveri. Yfirskrift mótsins verður Hin kristna von.

Á mótinu gefst tækifæri til að eiga gott samfélag, taka þátt í lofgjörð og heyra Guðs orð. Nánari dagskrá á mótinu verður auglýst síðar, auk upplýsinga um verð.

Skráning á mótið er hjá Gísla, Sessu og Hildi og má senda okkur skeyti á facebook eða senda tölvupóst á stjorn@ksf.is.

Við vonumst til að sjá sem flesta á mótinu, því fjölmennara því skemmtilegra.