Sameiginleg samkoma

Sameiginleg samkoma

18. April 2013 Fréttir 0

Á morgun, föstudaginn 19. apríl, verður önnur þriggja sameiginlegra samkoma sem haldnar verða í apríl. Samkomurnar eru haldnar í tengslum við Hátíð vonar, sem verður í haust (sjá nánar á www.hatidvonar.is).

Samkomurnar verða haldnar að Holtavegi 28, húsi KFUM&KFUK og byrja kl. 20.00.

Hátíð vonar býður okkur upp á kennslu, sem ber heitið “Kristið líf og vitnisburður”. Er þessari kennslu skipt niður á þessar þrjár samkomur sem verða 5., 19. og 26. apríl.

Á samkomunni á morgun mun Dóra Vigdís sjá um kennslu.

Þetta er sameiginleg ungmennasamkoma Fíladelfíu, Vegarins, Íslensku Kristskirkjunnar, KSS og KSF en að sjálfsögðu eru allir velkomnir!

Sameiginlegt lofgjörðarband mun leiða í lofgjörð!

Hlökkum til að sjá ykkur!

—–
Hafi einhver áhuga á að sækja námskeiðið “Kristið líf og vitnisburður” en kemst ekki á þessar samkomur má sjá nánari lista yfir námskeið á vefsíðunni www.hatidvonar.is.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *