Hjartaheill

Hjartaheill

11. February 2013 Fréttir 0

Kæru KSF-ingar!
Þessa vikuna (mánudag fram á sunnudag, 11.-17.febrúar) verður merkjasala í gangi á vegum Hjartaheilla, landssamtökum hjartasjúklinga. Merkin eru barmmerki með merki Hjartaheilla og eru seld á 1000 krónur.
KSF hefur fengið leyfi til þess að standa við Laugardalslaug og World Class í Laugardalnum og selja merki en sölulaunin renna í starf KSF. Mér skildist á þeim að við mættum standa innandyra en ég kíki betur á aðstæður á eftir! 🙂
Auk þess eru félagsmenn hvattir til þess að selja vinum sínum og fjölskyldu merki.
Okkur þætti vænt um að þið hjálpuðuð okkur við að standa vaktir á sölustöðunum okkar og safna þannig pening fyrir félagið auk þess að styðja við Hjartaheill.
Vinsamlegast hafið samband við mig hér á facebook eða í síma 663-0689 ef þið hafið tök á því að koma og hjálpa okkur eða seljið/kaupið sjálf merki!
Með von um góðar undirtektir! 🙂
Hildur Kjartansdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *