Vinningar í línuhappdrættinu koma m.a. frá Garðheimum, Eddu, Snyrtistofunni Paradís, Lýsi, Bláa lóninu, Puma, Tokyo sushi, Snyrtivöruversluninni Glæsibæ, Wilsons Pizza og Snyrtistofu Grafarvogs. Stórglæsilegir vinningar!
Ein lína kostar 500 kr og 5 línur kosta 2000 kr!
Á aðventukaffinu verður til sölu jólauppskriftabók sem samanstendur af 32 uppskriftum sem eru nauðsynlegar á hvert heimili fyrir jólin! Hvernig gerir maður uppstúf? Hvað á maður á baka sörubötna lengi? Hvernig undirbý ég kalkún fyrir steikingu? Svör við þessum spurningum og ótalmörgum öðrum er að finna í þessari bók! Bókin kostar 1500 kr og fyrir þá sem ekki komast í aðventukaffið er hægt að panta hana hér á facebook eða á ksf@ksf.is og við komum henni til þín!