ORRUSTA í vatnaskógi 5. nóv

ORRUSTA í vatnaskógi 5. nóv

4. November 2011 Fréttir 0

Laugardaginn 5. nóvember verður orrusta í Vatnaskógi. Orustuvöllurinn í íþróttahúsinu verður settur upp með hoppuköstulum og fleira og Arnar íþróttaálfur, ég meina fulltrúi, mun útskýra leikinn. Að orustunni í íþróttahúsinu lokinni verður stutt helgistund í umsjá Arnars. Fyrir orrustuna var hugmynd að borða saman en grillin verða heit þannig að endilega komið með eitthvað gott á þau með ykkur og e.t.v. eitthvað að drekka. Planið er að hópa okkur saman í bíla niðrá Holtavegi 28, kl 17:00 og vera kominn upp í skóg um 18:00. Þá verða grillinn vonandi orðin heit og fín og stefnt að orrustan byrji fjótlega upp úr 19:00. Tími eftir það er óákveðin en stenft er að því að vera kominn heim í bæinn allra síðasta kl 24:00. Öllum er velkomið að koma og taka þátt en fyrir nánari upplýsingar er hægt að hringja í Elías í síma: 820-4334, t.d. ef ykkur vantar far eða hafið spurningar varðand leikinn. Það kostar ekkert að taka þátt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *