Stúdentamót! :) :) :)
Kæru KSF’ingar og aðrir lesendur.
Nú fer senn að líða að einum aðal viðburði vorannarinnar hjá okkur, en það er auðvitað Stúdentamótið alkunnuga!
Á Stúdentamótinu förum við saman upp í Vindáshlíð og verjum þar helginni saman í yndislegum félagsskap, góðri fræðslu og með gleðina okkur til hægri handar! Næsta helgi hefur verið fyrir valinu: 4.-6. mars!
Ekki má heldur gleyma góðri tónlist, brjáluðum spilum, íþróttahúsinu, fallegri náttúru, fíflagangi fram eftir nóttum, bænastundum o.s.frv.! 🙂
Yfirskrift mótsins er: Hví sagðirðu ekki fleirum frá?… Ræðumenn mótsins eru þeir Henning Emil, Ragnar Gunnarsson og Jón Ómar, eða eins og aðrir kalla þá: Skytturnar þrjár 😉
Enginn rúta verður upp eftir, og er því mótsgjaldið aðeins 5.000 kr! 🙂
Eins og glöggir hafa tekið eftir er gífurlega stutt í þetta og því er LOKASKRÁNINGARDAGUR Á MORGUN – Þeir sem hafa hugsað sér að koma upp eftir og vera með okkur, þurfa að skrá sig á: gudlaugjokuls@gmail.com, fyrir miðnætti, miðvikudaginn 2.mars! 🙂
Einnig skal taka þar fram hvort þið þurfið far upp eftir, eða hvort þið farið á bíl og hversu mörg laus pláss séu þá hjá ykkur!
Hlökkum ótrúlega mikið til þess að vera með ykkur um helgina – með kærri kveðju Stjórn KSF!
ENGLISH VERSION: Next weekend, the 4.-6. of Mars, we will go together in Vindáshlíð on Stúdentamót KSF 🙂
There we will have a great weekend full of christian education, fun, games, beautiful nature, prayer hours, good food and more!
If you want to participate you will have to sign up for tomorrow, Wednesday – 2.Mars, before midnight. Send your information to: gudlaugjokuls@gmail.com. Also tell us if you’re driving or if you’re in a need of a ride (because there is no bus going).
The price is 5.000 isl kr. – including food, lodgings, fun and education 🙂
We look forward to spend the weekend with you all! 🙂