KSF fundur og fleira :)

KSF fundur og fleira :)

15. October 2010 Fréttir 0

Sælir nú, kæru lesendur!
Við í stjórn KSF erum alveg ótrúlega ánægðar með viðbrögð vetrarstarfsins! Það skiptir svo miklu máli að fólkið sjálft, þið, myndið og mótið félagið, og það er einmitt það sem er búið að vera að gerast! Rafrænt high five á línuna!
Næsta þriðjudag heldur brjálæðið svo áfram – þá verður fundur í Bústaðakirkju eins og venjulega – Guðlaugur Gunnarsson, kristinboði, mun koma og tala – lofgjörð og tónlist verður á sínum stað og fleira spennandi verður á staðnum. Ég hvet þig til þess að koma til okkar hvort sem þú hefur komið áður í vetur eða ekki – við tökum vel á móti þér!
Fundurinn byrjar kl. 20:30 🙂
Núna á sunnudaginn, 17.október, kl. 20:00, verður síðan samkoma á Holtavegi 28. Ég hvet fólk einnig til þess að fjölmenna á hana – Ungir KSF’ingar munu sjá um tónlistina 🙂
Við erum þannig gerð, að andleg næring okkar skiptir miklu máli og ætti því að vera ofarlega í forgangsröðinni!
Hlakka til að sjá ykkur, kæru vinir!

Englist version: KSF meeting, of course, will be in Bústaðakirkja next Tuesday at 20:30. Guðlaugur Gunnarssin, missionary will come and talk, and joy and good spiriti will join as well. It would be very nice to see you! Also next Sunday – October the 17. there is a get- together in Holtavegur 28 at 20:00.
Hope to see you all – the more the merrier!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *