Stúdentamót KSF

Stúdentamót KSF

11. November 2009 Fréttir 0

Á föstudaginn hefst stúdentamót KSF á Egilsstöðum. Mótið sjálft fer fram í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum sem er í um 15 mín akstursfjarlægð frá Egilsstöðum. Dagskrá mótsins er þessi:

Föstudagur

18:30 – Kvöldmatur á Eiðum
20:30 – Kyndilbænaganga. Gengið frá Menntaskólanum á Egilsstöðum áleiðis í Sláturhúsið.
21:15 – Kvöldsamkoma í Sláturhúsinu. Rafmögnuð og lifandi tónlist. Ræðumaður:  Stefán Bogi Sveinsson
Kvöldkaffi á Eiðum

Laugardagur

09:30 – Morgunmatur
10:30  – Morgunstund með ræðumanni
12:00 – Hádegismatur
13:00 – Frjáls tími. Boðið upp á ferð á Seyðisfjörð fyrir þá sem vilja. Einnig hægt að vera á Egilsstöðum.
Kvöldmatur á eigin vegum á Egilsstöðum.
19:30 – Brottför frá Egilsstöðum.
20:00 – Útsvar. Stefán Bogi keppir í liði Fljótsdalshéraðs og við horfum að sjálfsögðu á
21:00 – Lofgjörðarstund og altarisganga
23:00 – Kvöldkaffi

Sunnudagur

09:00 – Morgunmatur
Frágangur og þrif
11:00 – Stúdentamessa í Egilsstaðakirkju
12:00 – Hádegismatur í Egilsstaðakirkju og lok stúdentamóts
14:10 – Flug til Reykjavíkur
16:55 – Flug til Reykjavíkur
19:25 – Flug til Reykjavíkur

Fólk þarf að taka með sér svefnpoka og lak, hlý föt fyrir bænagönguna og fleira sem að gagni mætti koma. Þá er mikilvægt að halda upp á brottfararspjald (boarding pass) til þess að geta fengið greiddan ferðastyrk og þeir sem ekki hafa þegar sent inn farmiðana sína þurfa að koma með slíkt með sér.

KSF útvegar allar ferðir á milli Egilsstaða og Eiða.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlega hafið samband við stjórn KSF.

Stúdentamót KSF á Egilsstöðum er styrkt af Kirkjumálasjóði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *