Stúdentamót KSF

Stúdentamót KSF

25. January 2009 Uncategorized 0

Kæru KSFingar og aðrir áhugasamir.

Næstu helgi, 30. janúar – 1. febrúar, verður haldið Stúdentamót KSF í Sumarbúðum KFUK, Ölveri. Lagt verður af stað á einkabílum klukkan 17:00 og áætluð koma í Ölver er rúmlega 18. Verð á mótið er 4000 kr og það gjald er annað hvort borgað fyrir brottför á Holtavegi 28, en þar má hitta fyrir nokkra stjórnarmeðlimi eða við komuna upp í Ölver. Munið að koma með seðla með ykkur, þar sem enginn hraðbanki er í Ölveri 🙂

Yfirskrift mótsins er ,,Trúlofuð Guði” og ræðumennirnir okkar ætla að gera sitt allra besta til að koma efninu sem best til skila. Auk fræðslu verður borðaður góður matur, farið í pottinn, spilað saman og hlegið endalaust!

Ef ÞÚ ert ekki búinn að skrá þig, er seinasti séns núna næstu 3 daga. Seinasti skráningardagur er miðvikudagurinn næst komandi. Hægt er að skrá sig í síma 662-3229 hjá Gullu eða á netfanginu gudlaugjokuls@gmail.com sem er líka hjá Gullu 🙂

Hlökkum til að sjá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *