KSF fundir hefjast að nýju

KSF fundir hefjast að nýju

21. August 2008 Fréttir Viðburðir 0

Þá er komið að því að KSF fundir hefjist að nýju. Sumarið er að kveldi komið og haustið nálgast eins og óð fluga. Skólarnir eru að byrja og þá er kominn tími til að taka frá laugardagskvöldin.

Við ætlum að byrja laugardagskvöldið 30. ágúst kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn á í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58 (nema annað verði sérstaklega auglýst síðar). Ræðumaður verður sr. Gunnar Sigurjónsson, sterkasti prestur í heimi. Eftir fundinn er stefnt að því að kanna færni KSF-inga í félagsvist 🙂

Afar glöggir og tryggir gestir síðunnar hafa eflaust tekið eftir því að fundur var ráðgerður í dag, 21. ágúst. Af honum verður hins vegar ekki vegna manneklu í stjórn KSF. Sjáumst þess í stað ofur hress 30. ágúst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *