varðandi árshátíð
Líkt og áður sagði verður árshátíð KSS og KSF haldin hátíðleg næsta laugardag. Hún verður í Grafarvogskirkju og mun húsið opna kl.18:30. Árshátíðinni má búast við víkingaþema og verður hún öll hin glæsilegasta.
Þeir sem vilja nálgast miða á árshátíðina geta millifært á reikning KSF en reikningsnúmerið er 0101-26-40106 og kennitalan 670874-0289. Miðaverð er 3.500 kr. sé greitt fyrir miðvikudaginn næstkomandi en annars hækkar verðið í 3.700 kr. Gott er að láta Hlín (849-9537) eða Þóru (695-1224) vita (með sms eða símtali) þegar miði hefur verið greiddur og þá verður tekinn frá miði í ykkar nafni sem fæst við innanginn á árshátíðina.
Sjáumst hress og kát í hátíðarskapi næsta laugardagskvöld!