Árshátíð KSS og KSF

Árshátíð KSS og KSF

19. February 2008 Fréttir 0

Senn líður að árshátíð okkar ágætu félaga en hún verður haldin þann 1. mars næstkomandi í Grafarvogskirkju. Þemað að þessu sinni er víkingaþema en þó eru ekki gerðar neinar kröfur um að gestir mæti í víkingaklæðnaði. Húsið opnar klukkan 18:30 og maturinn hefst klukkan 19. Eftir matinn mun hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? leika fyrir dansi og að lokum verður haldið í partý.

Miðasala er nú þegar hafin en miðaverð er 3500 kr. og hægt er að nálgast miða hjá Þóru Jenny (gsm: 695-1224) og Hlín (gsm: 849-9537). Við munum selja miða eftir næsta fund og fram á miðvikudag í næstu viku. Ef miðar eru keyptir seinna en það hækkar miðaverð í 3700 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *