Tilkynning til Prag fara

Tilkynning til Prag fara

29. December 2007 Fréttir 0

Hæhæ!!!

Gleðilega hátið :o)

Nú styttist óðum í áramótin og Praghópurinn hefur fengið aldeilis flott tilboð!!!

Okkur stendur til boða að kaupa flugelda hjá KFUM og KFUK fyrir okkur sjálf og nánustu fjölskyldumeðlimi (foreldra, ömmu og afa og systkini okkar) og láta skrá hvað við kaupum fyrir mikið á lista sem verður á Holtavegi. Svo verður farið yfir hvert og eitt nafn og þátttakandinn fær 40% af andvirði þess sem hann keypti fyrir í fjáröflunarsjóð fyrir sig.

Þar sem margir munu hvort eð er kaupa flugelda, hvernig væri þá að styrkja gott málefni og safna um leið fyrir eigin ferð til Prag í sumar?!

Verðdæmi: Ég fer með fjölskyldu minni á Holtaveginn og kaupi flugelda fyrir 10.000 kr. og læt vita að ég sé að fara út til Prag. Allt er skráð niður og ég er komin með 4.000 kr. í ferðasjóð á mínu nafni. Þetta er mjög fljótt að safnast saman.

Við hvetjum alla til að leggja leið sína á Holtaveginn og fjárfesta í nokkrum flugeldum :o)

Muniði bara að fara varlega með flugeldana ;o)

Svo minni ég ykkur á að nauðsynlegt er að skrá sig á Prag-mótið á heimasíðu þess http://www.reg2008.com/!!! fyrir lok janúar. Drífðu endilega í því svo þú komist með og fáir mótsgjaldið ódýrara!!! (ekki er nóg að skrá sig eingöngu á listann hjá okkur, klára verður skráninguna á heimasíðunni hér að framan!)

Jóla- og áramótakveðja,
Hjördís Rós

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *