Kaffihús og Þorláksmessustund.
Já gott fólk, nú er allt að gerast, enda alveg að koma jól.
Annað kvöld ætlum við að taka okkur frí frá jólagjafainnkaupum og hittast á Holtavegi 28 kl.20:30 og eiga saman notalega stund með kaffihúsastemmingu. KSS ingar verða einnig á staðnum enda um að gera að kynnast þeim svo þeir fari nú brátt að láta sjá sig í KSF.
Á sunnudaginn verður svo Þorláksmessustund, hefðbundin helgistund í Friðrikskapellu kl. 23:30 á Þorláksmessukvöld. Þetta er sameiginlegur viðburður KSS og KSF og löngu orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra. Að þessu sinni flytur sr. Guðni Már skólaprestur hugleiðinguna, María Magnúsdóttir syngur einsöng og Jóhann Axel Reed stjórnar tónlistinni. Eftir stundina eru svo léttar veitingar í boði KSF. Fjölmennum!