KSF??

KSF??

26. September 2007 Fréttir Viðburðir 0

KSF stendur fyrir Kristilegt Stúdentafélag og er samfélag háskólastúdenta og annarra á aldrinum 20-30 ára. Markmið félagsins er að sameina trúða stúdenta og glæða trúarlíf þeirra og boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Félagið var stofnað árið 1936. KSF er félagskapur sem að starfar innan Þjóðkirkjunnar og byggir á játningum hennar. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga á að kynna sér kristna trú og kynnast öðrum stúdentum. Fundur KSF eru haldnir öll laugardagskvöld á Háaleitisbraut 58-60, þriðju hæð, kl. 20:30. Dagskrá haustmisseris má finna hér. Efni fundanna samanstendur af tónlist, fræðslu og skemmtun í bland, allir ættu að geta fundið sig á fundum KSF. Þröskuldurinn er lágur og við tökum vel á móti öllum.

Annað starf KSF fer fram innan háskólana, að mestu í HÍ. Í vetur munum við standa fyrir fræðsluerindum um kristna trú, Jesús Krist og Biblíuna svo nokkur þemu séu nefnd.

Einu sinni á ári er svo Stúdentamót þar sem KSF-ingar eiga saman eina góða helgi í janúar.

Það er svo sannarlega mikið um að vera í KSF, þú getur lesið þér meira til um starf félagsins, lög þess og stjórn hér og fylgst með fréttum á þessari síðu.

Besta aðferðin til að kynnast starfi félagsins er hins vegar að sjálfsögðu að mæta á fund. Næsta laugardag er sérstakur kynningarfundur, nú er bara um að gera að vera ófeimin og láta sjá sig næsta laugardag. Allir eru velkomnir.