English below.

Kristilegt stúdentafélag stendur fyrir Alfa-námskeiði í Háskóla Íslands á vorönn 2017.

Alfa-námskeið er námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar og snertir á stærstu spurningum lífsins: „Hvers vegna er ég hér? Til hvers?“ Námskeiðið er ætlað stúdentum og ungu fólki á háskólaaldri. Það fer fram yfir 11 skipti á mánudögum á milli 17 og 19 á háskólasvæðinu (Odda, stofu 206) og hefst mánudaginn 23. janúar nk. Auk þessara 11 skipta verður Alfa-dagur* haldinn laugardaginn 11. mars frá kl. 12-20. Hvert skipti hefst kl. 17:00 á veitingum (t.d. pizzu/vefjum o.fl.), í kjölfarið er 30 mín. fræðsla á ensku sem að þessu sinni verður á myndbandsformi. Að fræðslunni lokinni er hópnum skipt í 8-12 manna umræðuhópa og efni fræðslunnar rætt. Það eru ekki síst umræðurnar sem gera Alfa-námskeiðið að áhugaverðu og skemmtilegu námskeiði. Í umræðuhópunum eru allar skoðanir velkomnar og fólk hvatt til að viðhafa frjáls skoðanaskipti. Umræðustjóri stjórnar hverjum hóp og gætir þess að samtalið fari ekki um víðan völl og að enginn hertaki umræðuna.

Það er velkomið að prófa fyrsta skiptið, mánudaginn 23. janúar, án endurgjalds. Mætingunni fylgir engin skuldbinding. 

Námskeiðið kostar 5000 kr. Matur og drykkur er innifalinn. 

Skráning hér.

*Dagskrá Alfa-dagsins verður auglýst síðar, en er í grundvallaratriðum eins og aðrir hlutar námskeiðsins.

English:

Kristilegt stúdentafélag (Christian student fellowship) is running an Alpha-course on the University of Iceland campus (Oddi, classroom 206). The course is for students and other people aged 20+ on spring term 2017.

Alpha is a series of sessions exploring the basics of the Christian faith and biggest questions of human life: „Why am I here? For what purpose?“ The course is 11 sessions held on Mondays between 17-19 and starts on January 23d. In addition, there will be an Alpha-day* on Saturday, 11th of Mars between 12-20. Each session starts at 17:00 with food (e.g., pizza, tacos). Afterwards there is displayed a 30 min. episode of Alpha Film Series in English. The talk is then followed up in small groups made of 8-12 persons. There will be small group/s for English speaking persons. The discussion in small groups is what gives Alpha its fun and interesting character. Every opinion is welcome and people are encouraged to share their view on each topic and ask questions. In each group there is a leader whose task is to ensure the discussion is connected to the topic and prevent people from besiege the conversation.

Everybody is welcome to try the first session. No strings attached. 

The Alpha-course costs 5000 kr. Food and drinks included.

Please sign up here.

* Alpha-day schedule is not ready but is similar to other sessions.