Ný gildi – hvað skiptir máli í lífinu?

Ný gildi – hvað skiptir máli í lífinu?

12. April 2009 Fréttir Viðburðir 0

Dagana 17-19. apríl verður samkomuröð í Grensáskirkju á vegum Salts ks í samstarfi við KSF og KSS. Ræðumaður verður dr. Roland Werner, en hann er þýskur og nær einstaklega vel til ungs fólks. Ræður hans verða á ensku en túlkað verður á íslensku.

Laugardaginn 18. apríl verður ekki hefðbundinn KSF fundur heldur fellur fundur félagsins inn í laugardagssamkomuna kl. 20:30 í Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 20. Stjórn KSF hvetur félagsmenn til þess að mæta og hlýða á þennan einstaka ræðumann.

 

 

Samkomurnar verða:

  • Föstudaginn 17. apríl kl. 20:30. Húsið opnar kl. 20.
  • Laugardaginn 18. apríl kl. 20:30. Húsið opnar kl. 20.
  • Sunnudaginn 19. apríl kl. 17:00. Húsið opnar kl. 16:30